Ljósanætursverð

Jæja góðan og blessaðan daginn gott fólk. Eru ekki allir með ljós í hjarta og tilhlökkun til árgangagöngu og ljósastauravígslu. Mamman fór að hitta hinar mömmurnar í gær eftir taugveikliskast dætrana um að mamman væri að fara út tvö kvöld í röð. Ég velti því fyrir mér hvað það væri sem þær sækjast svona eftir að hafa mig heima þegar maður er endalaust í uppeldispakkanum á meðan pabbinn er eins og besti frændi sem gefur leyfi fyrir nammi á fimmtudagskvöldi og bíómynd til tíu þótt það sé skóli daginn eftir en hvað um það, sú eldri þurfti nærri því að anda í poka þegar mamman fór í skóna. Að lokum mætum við 37 ára skvísurnar á Veitingstaðinn sem er tiltölulega nýr í litla bænum okkar og við spenntar að prufa. Við fengum sérstakan matseðil af því það var Ljósanótt og allt í góðu með það nema í forrétti var hægt að fá krækling, fiskisúpu eða andabringu. Mín var nú ekki spennt fyrir þessum kostum, enda ekki fyrir alla býst ég við,  og spurði kurteist hvort það væri ekki hægt að fá kjúklingasalatið sem er á aðalmatseðlinum. Jú, jú það var gert eftir að þjónustustúlkan spurði yfirvaldið. 

Maturinn kom og bjórinn og hvítvínið og við skemmtum okkur konunglega. Mikill hlátur og smjatt á góðum mat. Svo kom að því að borga... nú meyjan (ég) stóð fyrst upp og fór að borga við afgreiðsluborðið og brá heldur betur í brún þegar reikningurinn hljóðaði upp á aðeins meira en áætlað hafði verið. Ég spurði pent hvað kjúklingasalatið kostaði og var þá svarað að það kostaði 4000 krónur. Ég lyfti upp hökunni sem féll rólega í átt að gólfi og taldi upp á tíu áður en ég spurði af hverju það væri þegar sama salat hefði kostað 2700 í síðustu viku. Svarið sem ég fékk átti ég alls ekki von á en unga þjónustustúlkan svaraði að þetta væri Ljósanætursverð á öllum aðalréttum. Nú féll hakan alveg niður í gólf og réttlætiskenndin tók yfir öll völd. Ég harðneitaði að láta klekkja svona auðveldlega á mér og neitaði hreinlega að borga þetta verð. Þjónustustúlkan skoppaði á bakvið og kom tilbaka með svar um að ég gæti fengið að borga 2700 fyrir salatið. Ég meina voða gott salat og allt það en come on. Á meðan allir eru að gefa hvítvín og rauðvín hægri vinstri, bjóða upp á ýmsa afslætti og annað slíkt í tilefni Ljósanætur sem ég er mikill áhugamaður um þá tekur veitingahúsið upp á því að hækka rétti sína og skýla sér á bakvið þá ástæðu að það sé vegna Ljósanætur.

Nú jæja mamman lét þetta nú ekki skemma kvöldið og borgaði. Ég tek það fram að maturinn var mjög góður en svona skilur eftir sig. Ég ætla nú ekki að hallmæla neinum á þessum veitingastað því matur og þjónusta voru til fyrirmyndar. Við fengum okkur mismunandi rétti og þeir voru mjög góðir allir en ég get ekki litið framhjá þeirra staðreynd að reynt sé að skýla sér á bakvið fáránleg rök til þess að græða meira á viðskiptavininum.

Kvöldið endaði heima í hlýju rúmi með tvær lifandi sængur ofan á mér. Ein mjög hlý og þung 7 ára gömul og önnur 4 ára sem átti erfitt með að vera kyrr.

Heyrumst næst :) 


Fyrsta mál á dagskrá....

Sæl veriði. 

Nú er fjölskyldan að ljúka sumardvöl sinni hérna á klakanum og ekki slæmt að enda á Ljósnótt í Reykjanesbæ. Herlegheitin byrja þó á mjög svo gagnrýnin hátt finnst mér þar sem við ættum í rauninni að hugsa um náttúru og gróðurhúsaáhrif, ég meina það er 2014, en samt ár eftir ár tekur bærinn sig til og splæsir í milljón blöðrur og helíum fyrir skóla og leikskóla á svæðinu sem er svo sleppt upp í heiðskíran og fallegan himininn við mikla viðurhöfn og fagnaðarlæti. Stingur í stúf við svo margt sem okkur er ætlað að vera að gera á þessum tímum, enda las ég einhversstaðar að Íslendingar lifa eins og þeir eigi 100 jarðir. Því miður eigum við bara eina. Við þrælum okkur út í að safna dósum, telja þetta allt klístrað og ógeðslegt og dröslast með fleiri poka í endurvinnsluna af því við fáum pening fyrir. En á hálfri mínútu leysum við út í andrúmsloftið heilu kútana af helíum og urmull af plasti. Frekar öfugsnúið.

En í aðra sálma.

Fór að leika extra í bandarískri seríu í gær. Eitt af því sem ég ætlaði mér að gera í leitinni að sjálfri mér enda ekki seinna vænna orðin 37 ára gömul (eftir 14 daga að vísu). Ég mætti upp á Flugstöð ein klukkan 15:00 og beið til 17:00 eftir að rútan með restinni af aukaleikurunum mætti frá Reykjavík. Þá tók við búningaval, en við sem vorum extras fengum nú ekkert stjörnutreatment. Við áttum að koma með þrjú dress og svo var valið úr. Því næst var farið upp í rútu og beðið til 20:00, þá var kallað í okkur inn í flugstöð. Þvílíkt og annað eins líf sem var þar. Mér leið eins og ég væri komin í annan heim, sem ég líklega var. Þar voru ábyggilega um 50 manns hlaupandi um hvern annan, hver einasti maður þarna hafði sitt hlutverk og starf til að sinna og hugsað var um hvert einasta smáatriði. Ég var alveg heilluð. Þarna úði og grúði af adrenalíni, stressi og jákvæðu fólki. Það kom mér á óvart hvað allir voru almennilegir og í góðu skapi eftir um 13 tíma vinnu yfir daginn. Okkur var stillt upp og sekúndubroti áður en byrjað var að taka upp var fólk að flykkjast um hvert annað eins og maurar á leið í þúfuna sína. Við stóðum eins og myndastyttur, þorðum ekki fyrir okkar litla líf að breyta um stöðu svo allt myndi ganga upp. Ég meina maður fer nú ekki að vera með eitthvað vesen þegar maður er bara svona "extra". Eftir að hafa beðið frá 15-20, var farið í tökur í klukkutíma og svo var allt búið. "It´s a rap" og svo var klappað og byrjað að taka til. Senan verður kannski í mesta lagi 3-4 mínútur í sjálfri myndinni en þarna voru komnir um 6 trukkar, missti tölu af sendibílum og fólki. Þetta var mjög spennandi og var algjörlega þess virði að bíða í allan þennan tíma og fá kex og samloku. Ég veit nú ekki hvort þetta er alltaf svona mikið umstang en ég spenntist öll upp og lifði mig inn í aðstæður eins og lítil stelpa í ímynduðum hlutverkaleik. Svona er að vera dramaqueen.....hummmmm.

Jæja segjum þetta gott í bili, mömmuhlutverkið bíður. Sækja á leikskóla, skóla, keyra í fimleika og láta læra....en svo er stelpudinner í kvöld með frábæru vinkonum mínum. Sýningar á Ljósanótt og bæjarrölt í litla sæta bænum mínum.  

Heyrumst 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband