Dýra og pödduheimurinn gerir uppreisn

Jæja góðu lesendur.....

Þannig er nú mál með vexti hjá meyjunni þessa stundina að við höfum flutt okkur í vinnurýmið hans Victors á meðan verið er að rústa íbúðinni okkar og sameina hana við íbúðina fyrir neðan okkur sem við vorum að fjárfesta í. 

Við fjölskyldan komum okkur vel fyrir í stúdíóinu hans Victors í febrúar og höfum búið hér í sátt og samlyndi við alheiminn þangað til nú.....

Á mánudaginn í síðustu viku vorum við mæðgurnar í kósý upp í rúmi að horfa á bíómynd þegar yngri daman biður mig um að fara með sér á klósettið....við skutlum okkur fram úr rúminu, opnum baðherbergishurðina og kveikjum ljósið og viti menn....6cm langur kakkalakkafáviti skaust undan hurðina...við endasendumst aftur upp í rúm og hringdum í heimilisföðurinn sem var með slökkt á símanum þannig að við bara biðum í spreng í 2 tíma þar til pabbinn kom heim og drap skepnuna.....

Eftir að öllu var snúið við og gengið úr skugga um að ekki væru fleiri meindýr í felum róaðist meyjan og lífið hélt áfram...þar til á föstudaginn langa....við mæðgur vöknum eldhressar og förum saman inn á bað þegar sú yngri rekur upp skaðræðisöskur og við það endasendumst við báðar AFTUR upp í rúm....annar kakkalakki nema núna skreið hana yfir löppina á dótturinni og var um 8cm á lengd....nú var heimilisfaðirnn heima og kvikindið var drepið samstundis...

Meyjan hljóp út í búð og keypti tvo risabrúsa af eitri og 12 gildrur....nú var spreyjað eins og heimurinn væri að enda kominn og við hálfdópuð af kakkalakkaspreyi.....og enn komu þeir...hálfdauðir en þeir birtust....Nú fylgir heimilisfaðirinn prinsessunum sínum á klósettið og fer og athugar alla króka og kima á morgnana, svo við séum svona hálfrólegar....

En þetta er nú ekki öll sagan ....ó nei....

Í dag ákvað meyjan að drífa sig í ræktina þar sem búið er að liggja í óhollustinni alla páskana. Ég er vön að labba í ræktina héðan úr stúdíóinu og uni mér vel að labba og sleppa við að leggja bílnum...Ég tek það fram að ég er ein á götunum þegar ég labba af stað en fólk er að komast á kreik þegar ég legg af stað heim.... Í morgun er ég á rólegri göngu upp götuna sem liggur að stúdíóinu, (smá brekka), þegar ég heyri þessi skaðræðisöskur efst í götunni og hóp af fólki sem öskrar eins og það eigi lífið að leysa.... Ég stansa og horfi á þau þegar allt í einu kemur á eftir hópnum þessi RISA ROTTA á fleygiferð niður brekkuna í átt að mér.... Nú hvað gerir maður þegar svona gerist, finnur sér felustað nema það var allt lokað. Meyjan sér opinn vörubíll upp á gangstéttinni og ég skutla mér inn í vörubílinn og rígheld mér í einhverja stöng í von u að rottan leiti ekki inn í bílinn.....

Hópurinn heldur áfram að öskra og allt í einu heyri ég að einhver segir að hún sé farin. Ég stekk út með hjartað í buxunum og hleyp heim, auðvitað hélt ég að rottan væri á eftir henni....skýst inn í stúdíóið og loka á eftir mér....á móti mér tekur eiginmaðurinn sem meig í sig úr hlátri þegar ég í öngum mínum lýsi þessu ævintýri mínu....hann er enn að hlægja.

Hvað gera meyjur nú......ég get svarið það að ef ég geng aftur í ræktina þá verð ég með barefli með mér....annars á ég eftir að gera það upp við mig hvort ég fer ekki bara á bíl  þessa 10metra í ræktina....

 

Nú vona ég að dýr og meindýr láti mig í friði þessa tvo mánuði sem ég á eftir hérna...ef ekki þá læt ég leggja mig inn.....undecided

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband